Döðlugott finnst mér alveg ómissandi þegar ég vil bjóða upp á eitthvað sætt og gott - og ég skal segja ykkur það að þetta lúxus döðlugott er game changer!! Ég fann þessa uppskrift fyrir um það bil ári og það má segja að það hafi gert það að verkum að ég byrjaði að elska döðlugott... Algjört nammiiiiii...nammmm
Ég bauð upp á þetta döðlugott í afmælinu mínu og kommentin sem ég fékk voru endalaust jákvæð!! Held að uppáhalds kommentið mitt hafi verið að þetta væri betra döðlugott en amma gerði hahah :)
Lúxus döðlugott
Besta sem ég hef smakkað!

500-600 gr saxaðar döðlur
250 gr smjör
120 gr púðursykur
5-6 bollar Rice Krispies
3 venjuleg Mars stykki
2 stór Milky Way stykki
400 gr suðusúkkulaði
Saxaðar döðlur, smjör og púðursykur brætt saman í stórum potti við vægan hita. Þegar blandan er orðin eins og karamella þá er söxuðu Mars og söxuðu Milky Way bætt út í pottinn og leyft að bráðna "gróflega" við karamelluna. Potturinn tekinn af hellunni og bæti Rice Krispies út í, í nokkrum pörtum.
Þegar allt er blandað vel saman við Rice Krispies-ið þá er bökunarpappír settur í form og dreift úr blöndunni í formið.
Suðusúkkulaði er brætt yfir vatnsbaði og dreift jafnt yfir döðlublönduna.
Forminu skellt inn í fyrsti þangað til súkkulaðið er orðið hart.
Að lokum er döðlugottið tekið út úr frystinum og skorið í mátulega stóra bita.
Geymist best í frysti eða ísskáp (ef það verður afgangur...)
![]() |
Mér finnst þessi uppskrift algjört möst á veisluborðið!! |
Þeir sem eru meira í hollustunni þá hefur sykurlausa döðlugottið vakið mikla lukku hjá öllum sem hafa prófað, en uppskriftina af því má finna HÉR
En ég mæli KLÁRLEGA með því að skella í smá lúxus samhliða hefðbundna jólabakstrinum - sjáið alls ekki eftir því!
Njótið vel xx