Hér er uppskrift af einföldum súkkulaði prótein pönnukökum.
Hef gert þessa uppskrift ótal oft enda er hægt að borða þær með góðri samvisku eftir til dæmis góða æfingu eða í brunchinn um helgar.
Ég hef prófað mig áfram og breyti henni alltaf eitthvað - fer bara eftir því í hvernig stuði ég er í og hvað er til. Bæti við stevíu eða lyftidufti eða kakói og svo framvegis... Þið bara prófið ykkur áfram.
Próteinpönnsur
1/2 banani1 egg
1 - 2 eggjahvítur
2 msk hafrar
1/2 - 1 skeið súkkulaðiprótein (Ég nota Nectar)
1 skeið kakó
Allt í blender eða hrært saman.
Pam sprey á pönnu - ekki of hár hiti!
Borða með berjum og ávöxtum og nóg af hitaeiningalausu Walden Farms pönnukökusírópi! Agave síróp virkar líka fyrir þá sem kjósa það frekar.
Fyrir þá sem nota ekki prótein þá er alveg hægt að sleppa próteininu. Hægt að skvetta smá mjólk að eigin vali í staðin fyrir próteinið eða prófa sig áfram með meira sykurlaust kakó eða súkkulaði stevíu. Ef stevía í vökvaformi er notuð þá verður að passa að nota ekki mikið! Mjög bragðmikil...nokkrir dropar duga.
Walden Farms pönnukökusírópið |
Ég hef smakkað ýmislegt frá Walden Farms og pönnukökusírópið er fáránlega gott! Must að eiga inn í skáp ef sykurpúkinn læðist að manni. Hef til dæmis notað það út á hafragrautinn minn. Fæst meðal annars í Hagkaup.
Þetta magn hugsa ég fyrir eina manneskju, en uppskriftin gefur sirka 3-4 meðalstórar pönnukökur. Prófið ykkur áfram og njótið!
Mmmmmm... Gerði þessar i morgun! Mega góðar! - prótein + smá mjólk! Öll famelían elskaði þær
SvaraEyða