Nú styttist í helgina... Um helgar finnst mér ekkert skemmtilegra en að prófa nýjar kökur eða rétti - nú eða skella í eitthvað sem ég veit að sé einfalt og allir elska! Þessi kaka er tilvalin í brunchinn, með kaffinu, í eftirrétt eða í klúbbinn.
Ég hef gert þessa köku alltof oft til þess að deila henni ekki með ykkur en hún er mega einföld og ég hvet ykkur til þess að prófa.
Rice krispies kaka
Með bananarjóma og karamellusósu
Botninn:
100 gr smjör
100 gr suðusúkkulaði
100 gr Mars / Rolo / Galaxy / Karamellufyllt Pipp
4 msk síróp
4-5 bollar Rice krispies
Veljið stóran pott. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman við vægan hita. Bætið því næst sírópinu útí og hrærið þar til allt verður mjúkt. Takið pottinn af hellunni og hrærið Rice krispies varlega saman við súkkulaðiblönduna.
Hellið í form og inn í fyrsti í
lágmark 30 mínútur.
Rjóminn:
1-2 pelar rjómi
1-2 bananar
Þeytið rjómann og skerið banananna í litla bita. Hrærið bananabitunum varlega saman við þeytta rjómann og dreifið því næst bananarjómanum yfir kökuna.
Karamellusósa:
1 poki Góu karamellukúlur
1/2 dl rjómi
Bræða kúlurnar og rjómann við vægan hita. Kælið sósuna í smá áður en henni er dreift yfir rjómann svo rjóminn bráðni ekki! Ekkert verra að geyma kökuna í kæli áður en hún er borin fram :)
![]() |
Fyrir afmælið mitt gerði ég þessa uppskrift í cupcakeform. Það kom líka mjög vel út og góð hugmynd fyrir stærri boð :) |
Eitt sem er einmitt mjög þægilegt við þessa köku er að það er hægt að gera hana nokkrum dögum áður en hún er borin fram. Botninn er þá gerður þegar tími gefst og geymdur inn í frysti þar til um 20-30 mínútur áður en kakan á að vera borin fram. Mæli hinsvegar með að þeyta rjómann samdægurs svo hann sé sem ferskastur.
Svo ef þið eigið von á gestum en hafið ekki mikinn tíma fyrir bakstursdúllerí sama dag og þið eigið von á þeim þá er þessi kaka upplögð - enginn verður svikinn!
Njótið xx
Engin ummæli:
Skrifa ummæli