Tagliatelle með risarækjum
Fyrir 6 manns
600-700 gr risarækjur
400-500 gr tagliatelle pasta
1 rauðlaukur, skorinn í strimla
1-2 rauður chili, skorinn fínt
4 hvítlauksgeirar, hakkaðir
1 dós saxaðir tómatar
2-4 msk rautt pestó
2 dl hvítvín
Ca. 1 msk rifinn parmesan ostur
Ca. 2 msk söxuð steinselja
1/2 sítróna - safinn
Salt
Pipar
Hvítlaukur og laukur steikt á pönnu.
Tómötum, pestó, hvítvíni og parmesanosti bætt við.
Salta og pipra eftir smekk og sjóða í nokkrar mínútur.
Kreista 1/2 sítrónu yfir.
Pasta soðið og rækjurnar steikar á pönnu með olíu. Rækjurnar eru tilbúnar þegar þær eru byrjaðar að verða bleikar á litinn. Því næst er öllu blandað saman.
Steinselju og chili stráð yfir í lokinn.
Borið fram með hvítlauksbrauði, rifnum parmesan osti og hvítvíni í
Mér fannst líka gott að bera fram auka pestó í skál fyrir þá sem vildu hafa meira pestóbragð af pastanu, en það er bara persónubundið.
Vel hægt að prófa sig áfram með þennan rétt og bæta út í papriku eða öðru grænmeti. Fyrir þá sem fíla betur grænt pestó gæti það líka komið vel út í þennan rétt!
Ég sleppi aldrei eftirrétt í matarboðum, en eftir pastaréttinn ákvað ég að bjóða stelpunum upp á eftirrétt í léttari kanntinum. Fyrir valinu varð súkkulaðimús sem ég bar fram í fallegu Iittala glösunum mínum sem setti punktinn yfir i-ið eftir þennan frábæra pastarétt. Uppskrift af súkkulaðimúsinni kemur í annarri færslu.
Njótið xx
Engin ummæli:
Skrifa ummæli