fimmtudagur, 15. september 2016

Nachos kjúklingaréttur

Ég elskaaaaa mexicanskan mat!! Ef það er eitthvað sem ég fæ ekki leið á þá er það gott guacamole, salsa, nachos og bræddur ostur....
Hér er geðveikt góð uppskrift af nachos kjúklingarétt sem er mjög einfaldur í gerð. Hann hentar vel bæði í kvöldmat fyrir fjölskylduna og líka í til dæmis klúbbhitting! Hann vakti mikla lukku á mínu heimili og ég mun klárlega gera hann alltaf þegar mig langar í gott nachos!

Nachos kjúklingaréttur


4 kjúklingabringur
Mexico kryddblanda
Paprika
Laukur
Tómatar
Nachos flögur
200 gr Philadelphia létt rjómostur
1 stk mexikóostur
2 dl matreiðslurjómi
Rifinn ostur

Kjúklingabringur skornar í bita, kryddaðar og steiktar á pönnu.
Matreiðslurjómi, rifinn mexikóostur og rjómaostur sett í pott og brætt saman.
1/4 af nachos flögum settar í eldfastmót, helmingur af kjúklingnum fer yfir flögurnar og smá af ostablöndunni svo hellt yfir. Helmingurinn af grænmetinu er því næst dreift yfir, helmingnum af bræddu ostablöndunni yfir grænmetið og svo helmingurinn af rifnum osti dreift yfir allt. 
Endurtekið svo... Snakk - kjúlli - grænmeti - ostablanda - rifinn ostur.
Rétturinn settur inn í ofn 180° í um 15 mínútur.

Borið fram með til dæmis guacamole, sýrðum rjóma, salsa sósu, auka nachos flögum og fersku káli.

Heimagerð guacamole eru svo laaaang best en ef maður vill spara sér tíma og fyrirhöfn þá mæli ég 100% með handgerða guacamole-inu sem fæst í Hagkaup. Það er feskt og búið til frá grunni úr fersku hráefni og er fáránlega gott!! Það er merkt sem California style Guacamole.

Afsakið lélegar myndir...við vorum of spennt að byrja að borða...

Fullkominn kósí helgarmatur!
Njótið <3

Engin ummæli:

Skrifa ummæli