Ég elskaaaaaa haframjöl - án djóks!! Vakna spennt á morgnanna til þess að borða hafragrautinn minn hehe.... Það er líka hægt að leika sér með haframjöl í bakstri og mesta snilldin er auðvitað að hafrar eru mjööög hollir ;)
Hafraklattar sem eru keyptir út í búð geta verið mjög hitaeiningaríkir og innihaldið mikinn sykur. Ég hef því frekar bakað hafraklatta og líka bara algjör snilld að geta átt lager inn í ísskáp.
Heimatilbúnir hafraklattar eru frábærir til að kippa með sér í nesti fyrir langan dag og eru sérstaklega góðir í magann sirka klukkustund fyrir æfingu!
Hollir hafraklattar
Skiptist í 4-6 bita
2 bananar
2 egg
130 gr hafrar
50-70 gr rúsínur
Nóg af kanil
1-2 msk kókos (má sleppa)
Stappa banananna (betra ef þeir eru frekar þroskaðir) með gaffli, eggjum bætt við og hrært vel með gafflinum. Hræra höfrunum við blönduna og síðast rúsínunum og kókosmjölinu. Svo er það kanillinn! Nóg af honum fyrir kanil-lovera þarna úti eins og mig!
Sett á bökunarpappír í eldfastmót, mótið þannig að þykktin sé mátuleg og inn í ofn í 15-20 mín við 180°.
Tek úr ofninum og læt standa í smá stund áður en ég skipti í 4-6 jafna bita.
![]() |
Tekur enga stund að skella í þessa! 30 mín max MEÐ bökunartímanum ;) |
Hægt er að nota bæði grófa og fína hafra. Mér finnst betra að nota grófa hafra (guli pakkinn frá Sol gryn) en það er líka gott að blanda saman grófum og fínum höfrum. Þið finnið bara hvað passar ykkar smekk.
Ég baka þessa uppskrift oftast á sunnudegi til að preppa vikuna. Þeir geymast vel í plastpoka inn í ísskáp, en ef ég baka nokkrar uppskriftir í einu til að eiga meira þá geymi ég restina í lokuðu íláti inn í frysti.
Þessi uppskrift er ákveðinn grunnur og fullkomin fyrir þá sem hugsa um hollustuna - á virkum dögum ;)
Gaman er að leika sér áfram með hana og gera hana meira deluxe fyrir helgarnar! Þá er hægt að bæta við til dæmis súkkulaðibitum, meira af kókos, hvítu toblerone (namm!), hnetum, hnetusmjöri, trönuberjum, döðlum, kornflexi og svo framvegis... :)
Fyrir þá sem eru að æfa extra mikið er líka hægt að nota eggjahvítur og jafnvel bæta próteindufti út í.
Gerist ekki einfaldara!!
Gangi ykkur vel! xx
Engin ummæli:
Skrifa ummæli