Ég átti lax - langaði ekki í of venjulegan lax en nennti ekki að fara út í eitthvað flókið (djúsí) dæmi. Þegar ég sá þessa uppskrift á netinu varð ég bara að prófa - sérstaklega því hún er svo einföld!
Sem meðlæti hafði ég steikt grænmeti og ferskt salat. Mjög hollt, fljótlegt og gott.
Lax með mango chutney
1 laxaflak
2-3 msk Mango Chutney
2-3 msk Sesamfræ
Salt og pipar
Laxinn settur í eldfastmót og kryddaður með salt og pipar. Mango chutney dreift jafnt yfir flakið og sesamfræjum stráð ofaná í lokinn. Laxinn settur inn í ofn við 180° í um 20 mínútur.
Með laxinum skar ég grænmeti í strimla og steikti á pönnu.
Grænmetið sem ég notaði í þetta skiptið var:
Sæt kartafla
Paprika
Laukur
Gulrætur
Gerist nú varla mikið einfaldara!
Njótið xx
Engin ummæli:
Skrifa ummæli