Bananarnir á heimilinu kölluðu á bananabrauð - og vá hvað ég var glöð!
Ég eeeelska þetta bananabrauð, en uppskriftina fékk ég fyrst frá Olgu Helenu þjálfaranum mínum, því það er jú hollusta all the way! Og próteinríkt! Og húsið ilmar!
Ef ég er ekki að bjóða upp á brauðið í kaffinu þá sker ég það oftast niður í sneiðar, set í poka og geymi inn í ísskáp. Ég nota það svo sem morgunmat þegar ég nenni ekki að elda hafragraut (já það kemur fyrir) eða sem millimál - algjör snilld til dæmis klukkutíma fyrir æfingu! Ef ég geri það um helgi þá endar það samt oftast á því að ég hakka margar sneiðar í mig.... Jafnvel með smjöri eða sultu ;)
Á virkum dögum borða ég það með engu - einstaka sinnum með ostsneið ef ég er í stuði fyrir það. Finnst ekki þörf á áleggi þar sem brauðið er bragðmikið og gott.
Bananabrauð
Hollt og próteinríkt
6 dl hafrar
3-4 þroskaðir bananar
1-2 egg
4-5 eggjahvítur
1 msk kanill
1 tsk lyftiduft
2 tappar vanilludropar
10-15 dropar stevía
Öllu blandað saman í skál nema bönununum. Bananarnir stappaðir saman með gaffli og bætt út í skálina síðast.
Bökunarpappír settur í botninn á brauðformi og spreyja nóg af fat free cooking spreyi á hliðarnar. Brauðið sett inn í ofn við 180° í 40-50 mínútur.
Því meiri kanill - því brúnna verður brauðið ;)
Njóta með 100% góðri samvisku xx
Engin ummæli:
Skrifa ummæli