mánudagur, 19. október 2015

Sykurlausir kókosbitar

BOUNTY LOVERS TAKIÐ EFTIR!!
Hér eru á ferðinni Sykurlausir - Einfaldir - Hollir kókosbitar sem er sko klárlega hægt að borða með góðri samvisku.

Sykurlausir kókosbitar


1 bolli kókosmjöl
1/2 bolli kókosolía
1-2 msk agave síróp eða lífrænt hunang
Nokkur korn sjávarsalt


Byrja á því að setja kókosolíuna í vökvaform. Ég set vanalega kókosolíuna í skál og skálina ofaní heitt vatn í vaskinum - þá bráðnar hún fljótt og örugglega :)
Blanda næst saman kókosmjöli, kókosolíunni og sírópinu í skál. Að lokum finnst mér gott að setja smá sjávarsalt en það er ekki möst.

Því næst móta ég bita eða dreifi úr blöndunni í form með bökunarpappír í botninum. Ég móta vanalega bita ef ég er að fara að bjóða uppá kókosbita fyrir gesti, en ef ég er að gera þetta bara fyrir heimilið þá er vissulega minna vesen að henda þessu bara í form og skera í mátulega bita eftir á. (Sjá mun á myndunum í færslunni!)
Set í frysti í 15 mínútur - á meðan súkkulaðið er útbúið.


Mótaðaðir bitar

Til að súkkulaðihúða bitana nota ég:

1 - 2 plötur sykurlaust súkkulaði 
(Mér finnst Balance stevíu-súkkulaðið best. Fæst í til dæmis í Krónunni og Hagkaup)

EÐA

Heimagert súkkulaði:
4 msk lífrænt kakóduft
4 msk kókosolía
1 msk lífrænt hunang

Set allt í skál ofan í vaskinn fullann af heitu vatni og hræri saman.



Tek bitana út úr fyrstinum og súkkulaðihúða þá. Ef ég nota heimagerða súkkulaðið finnst mér betra að setja tvær umferðir af súkkulaðinu - svo ég set tek bitana út úr frystinum, húða með súkkulaði, aftur inn í fyrsti í smá stund, húða aftur með súkkulaði og svo inn í fyrsti í minnsta kosti 10 mínútur áður en þeir eru borðaðir.

Ef blöndunni var dreift í form þá er súkkulaðinu dreift jafnt yfir og sett aftur inn í frysti í amk 10 mínútur áður en platan er tekin úr fyrstinum og skorin í jafna bita.



Allt í form og platan skorin í bita eftir á

Njóta með góðri samvisku! xx


Engin ummæli:

Skrifa ummæli