Ég gerði þessa köku fyrir sumarbústaðaferð með fjölskyldunni og hún sló rækilega í gegn hjá öllum! Algjör snilld fyrir þá sem vilja sleppa sykri og virkar einnig fyrir þá sem eru vegan þar sem kakan er mjólkur- og eggjalaus.
Snickers hrákaka
2 dl döðlur
1 dl pekan hnetur
1 dl möndlur
1/2 - 1 dl kókosmjöl (má sleppa)
4 msk hnetusmjör
1 msk kókosolía
2 msk agave síróp
4 msk kókosolía
4 msk hreint kakó
2 msk agave síróp
![]() |
Neðsta lag |
Neðsta lag: Döðlur, pekan hnetur, möndlur og kókosmjöl hakkað vel saman í matvinnsluvél. Örlitlu vatni bætt út í ef blandan er of þurr þar til hún nær að festast saman. Bökunarpappír settur í form og blöndunni þjappað niður í formið. Inn í frysti á meðan miðju lagið er græjað.
![]() |
Miðju lag |
Miðju lag: Hnetusmjör, kókosolía og agave síróp brætt saman yfir vatnsbaði. Hnetusmjörsblöndunni er því næst dreift yfir neðsta lagið. Inn í frysti á meðan efsta lagið er græjað.
Efsta lag: SÚKKULAÐI. Kókosolía, kakó og agave brætt saman yfir vatnsbaði. Súkkulaði því næst dreift yfir miðjulagið. Inn í frysti í minnst 30 mín.
Geymist best í frysti...ef allt klárast ekki strax.
Mér finnst mjög gott að skera kökuna í litla bita og bera hana fram í bitum. Einnig finnst mér betra að gera minni bita frekar en stærri, þar sem kakan er saðsöm og lítið magn er oft nóg til að seðja sætindalöngunina.
Njótið! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli