mánudagur, 12. október 2015

Sykurlaust döðlugott

Ég rak augun í þessa uppskrift fyrr á þessu ári - og hef gert hana mjög oft síðan!! Mjög fljótlegt, einfalt, gott og hægt að borða með góðri samvisku!


Sykurlaust döðlugott


100-150 gr saxaðar döðlur
50-100 gr smjör/kókosolía
1-2 msk Sukrin gold
Næstum heill poki fitnesspopp
Dökkt súkkulaði



Döðlur, smjör eða kókosolía og sukrin gold hitað í potti þar til það fer að bubbla. Reyni að mauka döðlurnar vel með skeið í hitanum. Mylja/Kremja poppið gróflega ofan í blönduna og hræra vel saman. Þjappa í form með bökunarpappír neðst.

Bræða dökkt eða sykurlaust súkkulaði yfir vatnsbaði og þekja yfir döðlublönduna. Mér finnst best að nota stevíu súkkulaðið frá Balance sem fæst t.d. í Krónunni, Nettó og Hagkaup! 2 plötur! 

Inn í fyrsti í allavegana 30 mínútur. Áður en skorið er í mátulega stóra bita er best að taka döðlugottið úr frystinum og leyfa því að standa í 10-20 mín svo það sé ekki alveg frosið í gegn. Hnífurinn fer þá betur í gegn og bitarnir verða betur mótaðir ;)

Sukrin gold er náttúruleg sæta og kemur í stað púðursykurs.
Inniheldur t.d. 8 kcal í 100 gr, 1 gr af kolvetnum í 100 gr, 0 gr af fitu í 100 gr.

Fæst meðal annars í Krónunni, Nettó og Hagkaup.

Mæli með að þið prófið! xx


Engin ummæli:

Skrifa ummæli