miðvikudagur, 7. október 2015

Sykurlaust hnetunammi

Þar sem meistaramánuður er byrjaður var ég búin að lofa að setja inn allskonar SYKURLAUSAR gúrme uppskriftir sem ég hef prófað. Eins og áður nenni ég ekki miklum vesenis uppskriftum svo hér kemur ein ofureinföld og dúndurgóð. Algjör snilld þegar sykurpúkinn læðist að manni að fá sér einn (eða tvo...). Um helgi er þetta líka frábær hollari kostur í nammigúffi - laus við allan hvítan sykur :)


Hnetunammi


140 gr lífrænt gróft hnetusmjör
30 gr smjör
60 gr möndlur
60 gr salthnetur
1 msk stevíu "sykur" (má sleppa)
5-10 dropar stevía
1 tappi vanilludropar

Mala hneturnar og möndlurnar gróflega. Hnetusmjör og smjör hitað í potti og sætunni bætt út í. Blandið því næstu hnetunum saman við. Hellið öllu úr pottinum í bökunarpappírsklætt form og dreifið vel. Setjið inn í fyrsti meðan súkkulaðið er undirbúið.


Þetta kalla ég stevíu "sykur".
Ég nota þetta mikið í bakstur og á alltaf svona poka inn í skáp.
Engar hitaeiningar, virkar fyrir sykursjúka og er 100% náttúrulegt - allgjör snilld!
Fæst meðal annars í Bónus.


Hægt er að búa til sitt eigið sykurlaust súkkulaði - en kýs allt sem er einfaldara! Ég kaupi því alltaf tilbúið sykurlaust súkkulaði úti í búð sem bragðast mjög vel. Það heitir Balance og fæst meðal annars í Krónunni og Hagkaup. 



Bræði 1-2 dökkar Balance stevíu-súkkulaðiplötur yfir vatnsbaði, tek hnetublönduna úr frystinum, dreifi súkkulaðinu vel yfir og set formið aftur inn í frysti í sirka 30 mín áður en ég sker niður í hæfilega bita. Geymist best í fyrsti og mér finnst best að borða bitana kalda, beint úr frystinum.



Einföld sykurlaus snilld! Hvet ykkur til þess að prófa! 
Njótið xx

Engin ummæli:

Skrifa ummæli