mánudagur, 26. október 2015

Hollari "Nutella" smákökur

Já ég er ekki að ljúga - þessar "Nutella" smákökur innihalda nánast engan sykur og eru klikkað góðar OG einfaldar! Ég nota ekki Nutella í þær heldur Hnetusúkkulaðismjörið frá DIABLO! Það inniheldur engan viðbættan sykur og er aaaalveg eins á bragðið og Nutella!! Klárlega nýtt uppáhald hjá mér sem verður héðan í frá alltaf til á mínu heimili......namm




Hollari Nutella smákökur

Sirka 24 stykki


180 gr Diablo hnetusúkkulaðismjör
2 msk stevíu "sykur"
1 egg
1 tsk vanilludropar
1 dl fínt spelt
1 dl (sirka) saxað dökkt súkkulaði
Flögur af sjávarsalti

Diablo hnetusúkkulaðismjörið
ALVEG eins og Nutella - nema sykurlaust :)
Fæst meðal annars í Krónunni og Hagkaup.

Hræra Diablo súkkulaðismjörið, egg, vanilludropa og stevíu sykur saman í skál með sleif eða sleikju. Bæta speltinu út í ásamt saxaða súkkulaðinu og hræra því varlega saman við deigið.

Gott er að kæla deigið í smá stund ef súkkulaðismjörið var mjög mjúkt áður en deiginu er svo skipt niður með teskeiðum á bökunarplötu. Smá sjávarsalti, til dæmis Maldon, stráð yfir hverja köku.


Stevíu "sykurinn" sem ég hef áður fjallað um.
Kemur í staðin fyrir sykur - engar hitaeiningar - 100% náttúrulegt.
Algjör snilld sem ég nota í flest allar kökur sem innihalda sykur.
Fæst meðal annars í Bónus.

Kökurnar eru bakaðar við 180° í 7-9 mínútur.
Kökurnar eiga að vera mjúkar í miðjunni svo betra er að baka þær minna og leyfa þeim svo að kólna á grind.





NJÓTA!
 - jafnvel með ííísköldu mjólkurglasi eða ís ;)


Engin ummæli:

Skrifa ummæli