fimmtudagur, 29. október 2015

Prótein vaffla

Mega einföld, saðsöm og ótrúlega holl prótein vaffla! Frábær tilbreyting frá prótein pönnukökunum sem ég setti inn fyrst á bloggið, en uppskriftina af pönnukökunum má nálgast hér :)

Skelli oft í þessa vöfflu í morgunmat, eftir æfingu eða til að taka með sem millimál í nesti.

Súkkulaðiprótein vaffla

Fyrir einn - auðvelt að tvöfalda uppskriftina fyrir meira magn


1/2 banani
20 gr hafrar
1 egg
1 eggjahvíta
10 gr súkkulaðiprótein
1 tappi vanilludropar
1 tsk kanill
Nokkrir dropar súkkulaðistevía



Banani stappaður. 
Öllum hráefnum blandað saman í skál. 
Smá olíu eða fat-free cooking spreyi spreyjað á vöfflujárn og deiginu helt á vöfflujárnið.

Borið fram með ávöxtum, sykurlausu sírópi, sykurlausri sultu og/eða lífrænu hnetusmjöri.


Hugmyndir að meðlæti

Mér finnst vafflan mega góð með bláberjum, stevíu"sykri" og fullt af Walden farms sírópi! Sykurlaus sulta er líka í miklu uppáhaldi ofaná. Ef ég geri vöffluna sem helgar-treat þá klikkar ekki að setja sykurlausa hnetusúkkulaðismjörið frá Diablo - alveg eins og Nutella!!


Einnig góð með vanillupróteini

 
Einnig hægt að prófa sig áfram og bæta til dæmis bláberjum út í deigið áður en vafflan er bökuð. 

Eiginlega bara of gott til að vera hollt.....! Nammmm
Njóta með 100% góðri samvisku xx


Engin ummæli:

Skrifa ummæli