Eftir lúxuslíf úti í heimi þarf maður að koma sér aftur í hollustu rútínuna og ég viðurkenni alveg að það er nú svolítið erfitt... Þess vegna hefur þessi holla pizza komið mér mjög oft til bjargar undanfarið þegar mig langar í eitthvað gott án þess að fá mega samviskubit! Hún er líka bara fáránlega góð!! Og fáránlega einföld!!
Auðvitað er hægt að útfæra þessa pizzu með hvaða áleggi sem er - en passið þó að velja sem hollast til þess að hún haldist holl ;) ....sem sagt ekki fjall af pepperóní og rjómaosti hehe
Tortilla pizza

Whole wheat tortilla
Lífræn tómatsósa frá Sollu
Pizzakrydd
17% ostur
Hollt álegg
Áleggin sem ég nota eru:
Kjúklingur
Sveppir
Paprika
Laukur
Ananas
Smá piparostur ef ég vil hafa hana aðeins meira gúrm
Ruccola, eftir að pizzan kemur út úr ofninum
Ofn hitaður í 180° og tortilla sett á bökunarpappír. Tómatsósa borin á og pizzakryddi dreift yfir sósuna. 17% ostur rifinn niður með rifjárni og smá osti dreift yfir sósuna. Því næst er álegginu raðað á og meiri osti dreift yfir að lokum. Bakast í ofni í um 15-20 mínútur, eða þar til osturinn er orðinn bráðinn og endarnir á tortillunni orðnir smá crispy. Mér finnst gott að stilla ofninn á grill síðustu mínúturnar en það er ekkert must.
Pizzan er svo sett á disk og ruccola dreift yfir að því loknu.
Mér finnst bestu tortillurnar vera frá Old El Paso sem fást til dæmis í Krónunni. Þær eru líka passlega stórar.
Ástæðan af hverju ég nota 17% ost en kaupi ekki tilbúinn rifinn ost í poka er til þess að halda fitumagninu sem minnstu og prótín hlutfallinu hærra.
Þessi pizza er miklu betri en þig grunar og slekkur alveg í pizzu cravei. Algjörlega nýtt uppáhald hjá mér!
Hvet alla til að prófa og njóta með góðri samvisku :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli