Ég veit fátt betra en að kúra mig undir sæng yfir góðri mynd - sérstaklega þegar byrjað er að kólna og dimma úti. Oftar en ekki langar mig í ís til að toppa kósýkvöldið, en einmitt þá kemur bananaísinn sterkur inn! Einfaldur, fljótlegur og HOLLUR! Algjör snilld eftir sukk helgarinnar eða bara þegar maður vill gera vel við sig án samviskubits.
Bananaís
Grunnurinn:
3 - 4 stk. frosnir bananar
1-2 msk sykurlaust kakó
Skvetta af möndlumjólk ef þykktin er of mikil, smekksatriði
Byrja að mauka banana í matvinnsluvél eða blender þar til áferðin verður mjúk.
Bæta rest út í.
Út í þessa uppskrift er svo hægt að bæta við ýmsu til að breyta og bæta hana. Ég hef til dæmis sett út í:
Lífrænt hnetusmjör
(Líka gott að sleppa kakóinu og setja bara hnetusmjör - bananahnetuís)
Möndlur eða hnetur
Dökkt súkkulaði (súkkulaðibitaís)
Svo er bara að setja í fallega skál og skreyta!!
Jarðaber - Bláber - Ananas - Bananabitar - Kókos - Dökkir súkkulaðibitar - Hnetur...... Veljið ykkar uppáhald :)
Ég hef einnig sett út á holla súkkulaðisósu sem harðnar
1 msk kókosolía
1 msk kakó
1/2 msk stevía í vökvaformi
Kókosolía brædd í potti og rest út í!
Í sósuna notaði ég Better Stevia dropana frá NOW með Dark chocolate bragðinu. Mjög sniðugt að eiga stevíu í nokkrum bragðtegundum inn í skáp! |
Njótið xx
Engin ummæli:
Skrifa ummæli