þriðjudagur, 15. september 2015

So it begins...


Hildur heiti ég og er tvítug úr Reykjavík.
Ég hef mikinn áhuga á mat og bakstri, en ég hef verið dugleg að prófa mig áfram í eldhúsinu. Enginn á heimilinu eldar jafn mikið og ég...
Margir hafa hvatt mig til að stofna matarblogg þar sem ég get deilt með ykkur snilldinni (oftast) sem ég kalla fram í eldhúsinu.

Uppskriftirnar fæ ég héðan og þaðan og breyti og bæti þær svo að mínum smekk. Þær eru bæði hollar og óhollari - enda er allt gott í hófi og lífið væri svo sannarlega tómlegt án súkkulaðis. Flestar eru þær einfaldar svo allir ættu að geta leikið þær eftir!

Vonandi veitir bloggið ykkur innblástur til þess að prófa ykkur áfram í eldhúsinu :)


Engin ummæli:

Skrifa ummæli