laugardagur, 20. ágúst 2016

Marengs með hraunbitum og bingókúlusósu


Ég gerði þessa bombu fyrst nú í sumar uppí sumarbústað við frábærar undirtektir allra í fjölskyldunni. Hún var svo vinsæl að ég gerði þrefalda uppskrift af henni fyrir stóru systur mína sem bar hana fram í skírnarveislu. Veislugestir hrósuðu mér margoft fyrir frábæra köku, ungir sem aldnir.... og hundurinn var líka mjög sáttur þegar hann komst óvart í hana og fékk sér ágætis smakk haha.

Ég gerði hana líka þegar ég kvaddi yndislegu sumarvinnuna mína í bankanum nú í ágúst og en aftur fékk hún góðar undirtektir. Ekki skemmir fyrir hvað hún er líka æðislega girnileg og fullkomlega ófullkomin í útliti!

Margir hafa beðið mig um uppskriftina svo hér kemur hún loksins :)



Marengsbomba

með hraunbitum, bingókúlusósu, kókosbollum og berjum

5 eggjahvítur
200 g ljós púðursykur
4 - 5 dl Rice Krispies

6 - 7 dl rjómi
2 - 3 kókosbollur
Jarðarber eða önnur ber
Hraunbitar

Bingókúlusósa:
1 poki Bingókúlur
50 gr suðursúkkulaði
1 dl rjómi




Ofn hitaður 150°. Eggjahvítur og ljós púðursykur stífþeytt saman og Rice Krispies bætt saman við með sleif.
Bökunarpappír settur á plötu og teiknaður um 24 cm breiður hringur á pappírinn. Því næst eru 2 botnar mótaðir og settir í ofn í um 1 klukkustund.

Bingókúlur, rjómi og suðursúkkulaði brætt saman í potti við vægan hita. Sósan sett til hliðar og látin kólna.


Rjóminn þeyttur og kókosbollur hrærðar saman við með sleif.
Jarðarber skorin niður og hraunbitar gróflega saxaðir. Annar botninn er því næst settur á tertudisk og niðurskornum jarðarberjum dreift yfir botninn. Um það bil helmingnum af rjómanum er dreift yfir berin og hraun bitarnir settir yfir rjómann. Punkturinn yfir i-ið er svo bingókúlusósan, en slatta af henni er dreift yfir áður en seinni botninn er svo settur ofaná allt. 

Jarðarber á marengs
Rjómi yfir jarðarber og hraunbitar yfir
Bingókúlusósa yfir allt

Restin af rjómanum er dreift yfir seinni botninn og jarðarberjum og hraunbitum dreift fallega yfir. Einnig er fallegt að skreyta með smá kókosbollubitum. Að lokum er meiri bingókúlusósa hellt yfir allt!

Mæli með að kæla kökuna áður en hún er borin fram.

3 ára frændi minn var heldur betur
sáttur með kökuna ;)

Þessi er algjör bomba og ég skal lofa ykkur að hún slær í gegn!
Hún er alls ekki flókin svo endilega prófið hana..sem fyrst ;)

Njótið <3




þriðjudagur, 2. ágúst 2016

Snickers hrákaka

Ég gerði þessa köku fyrir sumarbústaðaferð með fjölskyldunni og hún sló rækilega í gegn hjá öllum! Algjör snilld fyrir þá sem vilja sleppa sykri og virkar einnig fyrir þá sem eru vegan þar sem kakan er mjólkur- og eggjalaus.


Snickers hrákaka


2 dl döðlur
1 dl pekan hnetur
1 dl möndlur
1/2 - 1 dl kókosmjöl (má sleppa)

4 msk hnetusmjör
1 msk kókosolía
2 msk agave síróp

4 msk kókosolía
4 msk hreint kakó
2 msk agave síróp

Neðsta lag

Neðsta lag: Döðlur, pekan hnetur, möndlur og kókosmjöl hakkað vel saman í matvinnsluvél. Örlitlu vatni bætt út í ef blandan er of þurr þar til hún nær að festast saman. Bökunarpappír settur í form og blöndunni þjappað niður í formið. Inn í frysti á meðan miðju lagið er græjað.

Miðju lag

Miðju lag: Hnetusmjör, kókosolía og agave síróp brætt saman yfir vatnsbaði. Hnetusmjörsblöndunni er því næst dreift yfir neðsta lagið. Inn í frysti á meðan efsta lagið er græjað.


Efsta lag: SÚKKULAÐI. Kókosolía, kakó og agave brætt saman yfir vatnsbaði. Súkkulaði því næst dreift yfir miðjulagið. Inn í frysti í minnst 30 mín.





Geymist best í frysti...ef allt klárast ekki strax.

Mér finnst mjög gott að skera kökuna í litla bita og bera hana fram í bitum. Einnig finnst mér betra að gera minni bita frekar en stærri, þar sem kakan er saðsöm og lítið magn er oft nóg til að seðja sætindalöngunina.

Njótið! :)