fimmtudagur, 27. október 2016

Hollt taco salat

Ég geri mér mjög oft hollari útgáfu af taco! Mjög einfalt og klikkar aldrei.

Þegar ég geri þetta salat og kærastinn minn er mjög svangur þá notar hann bara sömu hráefni og ég nema setur þau inn í vefju, fær sér meira hakk og toppar kannski með osti líka. Þá getum við borðað saman og allir glaðir með sitt - hentugt ;)

Taco salat

Einfalt, hollt og mega gott!


Kál
Hakk
Grænmeti
Avocado
5% sýrður rjómi
Salsa sósa



Hakk steikt á pönnu með mexico kryddblöndu. Kál sett á disk eða í skál og grænmeti skorið niður og dreift yfir. Mitt uppáhalds grænmeti í svona salat er gúrka, paprika, tómatur, rauðlaukur og maís. Hakk sett yfir salatið. 

Avocado stappað saman við smátt skorinn rauðlauk og smá slumpa sett yfir allt ásamt nokkrum slumpum af 5% sýrðum rjóma og salsa sósu.
Ef til er Doritos þá er gott að brjóta niður 2-3 flögur og dreifa yfir salatið on top.

Ég nota oft fituminna hakk þegar það er til í búðum.
Hef aðallega verið að sjá það í Hagkaup.

Ég er ekki frá því að mér finnst þetta bara betra en burrito! Svo ferskt en samt með öllu góða innihaldinu :)

Þetta er bara hugmynd að samsetningu og um að gera að nota bara það sem þið eigið í ísskápnum hverju sinni. Stundum fæ ég mér líka rifinn ost á salatið. Stundum sker ég líka niður ferskan chili og set út í avocado stöppuna. Ef ég á afganga af grjónum eða sætum kartöflum inn í ísskáp og er frekar svöng þá bæti ég því við salatið. Fer bara eftir skapi :)

Njótið <3