Ég skellti í hollar prótein muffins um daginn og þær heppnuðust svona líka vel! Nokkrir hafa verið að biðja um uppskriftina svo hér kemur hún loksins :)
Prótein muffins með hindberjum og hvítu súkkulaði
- Sykurlausar og hollar!
Gefur 6-10 muffins
70 gr hafrar
50-60 gr vanillu whey próteinduft
2 egg
1 dl kókosmjólk
1 banani
1 msk agave síróp, eða önnur fljótandi sæta
15-20 hindber, ég notaði frosin
Saxað sykurlaust hvítt súkkulaði frá Diablo
20 gr kókosmjöl, má sleppa
Ofn hitaður 180°C.
Banani stappaður og öllum hráefnum blandað saman í skál.
Bökunarpappír klipptur niður eða muffinsform með hólfum smurt og deginu hellt í formin.
Bakað í 15-20 mínútur.
![]() |
Ég notaði þetta hvíta súkkulaði sem er sykurlaust og inniheldur líka þurrkuð jarðarber. Mjög gott! Fæst meðal annars í Hagkaup, Krónunni og Nettó. |
Einfalt, fljótlegt og mjög gott!
Njótið með góðri samvisku!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli