mánudagur, 14. nóvember 2016

Prótein muffins með hindberjum og hvítu súkkulaði

Ég skellti í hollar prótein muffins um daginn og þær heppnuðust svona líka vel! Nokkrir hafa verið að biðja um uppskriftina svo hér kemur hún loksins :)



Prótein muffins með hindberjum og hvítu súkkulaði

- Sykurlausar og hollar!


Gefur 6-10 muffins

70 gr hafrar
50-60 gr vanillu whey próteinduft
2 egg
1 dl kókosmjólk
1 banani
1 msk agave síróp, eða önnur fljótandi sæta
15-20 hindber, ég notaði frosin
Saxað sykurlaust hvítt súkkulaði frá Diablo
20 gr kókosmjöl, má sleppa


Ofn hitaður 180°C.
Banani stappaður og öllum hráefnum blandað saman í skál.
Bökunarpappír klipptur niður eða muffinsform með hólfum smurt og deginu hellt í formin.
Bakað í 15-20 mínútur.


Ég notaði þetta hvíta súkkulaði sem er sykurlaust og inniheldur líka þurrkuð jarðarber. Mjög gott!
Fæst meðal annars í Hagkaup, Krónunni og Nettó.

Einfalt, fljótlegt og mjög gott! 
Njótið með góðri samvisku!




fimmtudagur, 27. október 2016

Hollt taco salat

Ég geri mér mjög oft hollari útgáfu af taco! Mjög einfalt og klikkar aldrei.

Þegar ég geri þetta salat og kærastinn minn er mjög svangur þá notar hann bara sömu hráefni og ég nema setur þau inn í vefju, fær sér meira hakk og toppar kannski með osti líka. Þá getum við borðað saman og allir glaðir með sitt - hentugt ;)

Taco salat

Einfalt, hollt og mega gott!


Kál
Hakk
Grænmeti
Avocado
5% sýrður rjómi
Salsa sósa



Hakk steikt á pönnu með mexico kryddblöndu. Kál sett á disk eða í skál og grænmeti skorið niður og dreift yfir. Mitt uppáhalds grænmeti í svona salat er gúrka, paprika, tómatur, rauðlaukur og maís. Hakk sett yfir salatið. 

Avocado stappað saman við smátt skorinn rauðlauk og smá slumpa sett yfir allt ásamt nokkrum slumpum af 5% sýrðum rjóma og salsa sósu.
Ef til er Doritos þá er gott að brjóta niður 2-3 flögur og dreifa yfir salatið on top.

Ég nota oft fituminna hakk þegar það er til í búðum.
Hef aðallega verið að sjá það í Hagkaup.

Ég er ekki frá því að mér finnst þetta bara betra en burrito! Svo ferskt en samt með öllu góða innihaldinu :)

Þetta er bara hugmynd að samsetningu og um að gera að nota bara það sem þið eigið í ísskápnum hverju sinni. Stundum fæ ég mér líka rifinn ost á salatið. Stundum sker ég líka niður ferskan chili og set út í avocado stöppuna. Ef ég á afganga af grjónum eða sætum kartöflum inn í ísskáp og er frekar svöng þá bæti ég því við salatið. Fer bara eftir skapi :)

Njótið <3

fimmtudagur, 15. september 2016

Nachos kjúklingaréttur

Ég elskaaaaa mexicanskan mat!! Ef það er eitthvað sem ég fæ ekki leið á þá er það gott guacamole, salsa, nachos og bræddur ostur....
Hér er geðveikt góð uppskrift af nachos kjúklingarétt sem er mjög einfaldur í gerð. Hann hentar vel bæði í kvöldmat fyrir fjölskylduna og líka í til dæmis klúbbhitting! Hann vakti mikla lukku á mínu heimili og ég mun klárlega gera hann alltaf þegar mig langar í gott nachos!

Nachos kjúklingaréttur


4 kjúklingabringur
Mexico kryddblanda
Paprika
Laukur
Tómatar
Nachos flögur
200 gr Philadelphia létt rjómostur
1 stk mexikóostur
2 dl matreiðslurjómi
Rifinn ostur

Kjúklingabringur skornar í bita, kryddaðar og steiktar á pönnu.
Matreiðslurjómi, rifinn mexikóostur og rjómaostur sett í pott og brætt saman.
1/4 af nachos flögum settar í eldfastmót, helmingur af kjúklingnum fer yfir flögurnar og smá af ostablöndunni svo hellt yfir. Helmingurinn af grænmetinu er því næst dreift yfir, helmingnum af bræddu ostablöndunni yfir grænmetið og svo helmingurinn af rifnum osti dreift yfir allt. 
Endurtekið svo... Snakk - kjúlli - grænmeti - ostablanda - rifinn ostur.
Rétturinn settur inn í ofn 180° í um 15 mínútur.

Borið fram með til dæmis guacamole, sýrðum rjóma, salsa sósu, auka nachos flögum og fersku káli.

Heimagerð guacamole eru svo laaaang best en ef maður vill spara sér tíma og fyrirhöfn þá mæli ég 100% með handgerða guacamole-inu sem fæst í Hagkaup. Það er feskt og búið til frá grunni úr fersku hráefni og er fáránlega gott!! Það er merkt sem California style Guacamole.

Afsakið lélegar myndir...við vorum of spennt að byrja að borða...

Fullkominn kósí helgarmatur!
Njótið <3

laugardagur, 20. ágúst 2016

Marengs með hraunbitum og bingókúlusósu


Ég gerði þessa bombu fyrst nú í sumar uppí sumarbústað við frábærar undirtektir allra í fjölskyldunni. Hún var svo vinsæl að ég gerði þrefalda uppskrift af henni fyrir stóru systur mína sem bar hana fram í skírnarveislu. Veislugestir hrósuðu mér margoft fyrir frábæra köku, ungir sem aldnir.... og hundurinn var líka mjög sáttur þegar hann komst óvart í hana og fékk sér ágætis smakk haha.

Ég gerði hana líka þegar ég kvaddi yndislegu sumarvinnuna mína í bankanum nú í ágúst og en aftur fékk hún góðar undirtektir. Ekki skemmir fyrir hvað hún er líka æðislega girnileg og fullkomlega ófullkomin í útliti!

Margir hafa beðið mig um uppskriftina svo hér kemur hún loksins :)



Marengsbomba

með hraunbitum, bingókúlusósu, kókosbollum og berjum

5 eggjahvítur
200 g ljós púðursykur
4 - 5 dl Rice Krispies

6 - 7 dl rjómi
2 - 3 kókosbollur
Jarðarber eða önnur ber
Hraunbitar

Bingókúlusósa:
1 poki Bingókúlur
50 gr suðursúkkulaði
1 dl rjómi




Ofn hitaður 150°. Eggjahvítur og ljós púðursykur stífþeytt saman og Rice Krispies bætt saman við með sleif.
Bökunarpappír settur á plötu og teiknaður um 24 cm breiður hringur á pappírinn. Því næst eru 2 botnar mótaðir og settir í ofn í um 1 klukkustund.

Bingókúlur, rjómi og suðursúkkulaði brætt saman í potti við vægan hita. Sósan sett til hliðar og látin kólna.


Rjóminn þeyttur og kókosbollur hrærðar saman við með sleif.
Jarðarber skorin niður og hraunbitar gróflega saxaðir. Annar botninn er því næst settur á tertudisk og niðurskornum jarðarberjum dreift yfir botninn. Um það bil helmingnum af rjómanum er dreift yfir berin og hraun bitarnir settir yfir rjómann. Punkturinn yfir i-ið er svo bingókúlusósan, en slatta af henni er dreift yfir áður en seinni botninn er svo settur ofaná allt. 

Jarðarber á marengs
Rjómi yfir jarðarber og hraunbitar yfir
Bingókúlusósa yfir allt

Restin af rjómanum er dreift yfir seinni botninn og jarðarberjum og hraunbitum dreift fallega yfir. Einnig er fallegt að skreyta með smá kókosbollubitum. Að lokum er meiri bingókúlusósa hellt yfir allt!

Mæli með að kæla kökuna áður en hún er borin fram.

3 ára frændi minn var heldur betur
sáttur með kökuna ;)

Þessi er algjör bomba og ég skal lofa ykkur að hún slær í gegn!
Hún er alls ekki flókin svo endilega prófið hana..sem fyrst ;)

Njótið <3




þriðjudagur, 2. ágúst 2016

Snickers hrákaka

Ég gerði þessa köku fyrir sumarbústaðaferð með fjölskyldunni og hún sló rækilega í gegn hjá öllum! Algjör snilld fyrir þá sem vilja sleppa sykri og virkar einnig fyrir þá sem eru vegan þar sem kakan er mjólkur- og eggjalaus.


Snickers hrákaka


2 dl döðlur
1 dl pekan hnetur
1 dl möndlur
1/2 - 1 dl kókosmjöl (má sleppa)

4 msk hnetusmjör
1 msk kókosolía
2 msk agave síróp

4 msk kókosolía
4 msk hreint kakó
2 msk agave síróp

Neðsta lag

Neðsta lag: Döðlur, pekan hnetur, möndlur og kókosmjöl hakkað vel saman í matvinnsluvél. Örlitlu vatni bætt út í ef blandan er of þurr þar til hún nær að festast saman. Bökunarpappír settur í form og blöndunni þjappað niður í formið. Inn í frysti á meðan miðju lagið er græjað.

Miðju lag

Miðju lag: Hnetusmjör, kókosolía og agave síróp brætt saman yfir vatnsbaði. Hnetusmjörsblöndunni er því næst dreift yfir neðsta lagið. Inn í frysti á meðan efsta lagið er græjað.


Efsta lag: SÚKKULAÐI. Kókosolía, kakó og agave brætt saman yfir vatnsbaði. Súkkulaði því næst dreift yfir miðjulagið. Inn í frysti í minnst 30 mín.





Geymist best í frysti...ef allt klárast ekki strax.

Mér finnst mjög gott að skera kökuna í litla bita og bera hana fram í bitum. Einnig finnst mér betra að gera minni bita frekar en stærri, þar sem kakan er saðsöm og lítið magn er oft nóg til að seðja sætindalöngunina.

Njótið! :)


fimmtudagur, 14. júlí 2016

Hollari pizza - Tortilla pizza

Jæja nú er ég komin heim úr heimsreisunni og byrjuð að elda aftur.

Eftir lúxuslíf úti í heimi þarf maður að koma sér aftur í hollustu rútínuna og ég viðurkenni alveg að það er nú svolítið erfitt... Þess vegna hefur þessi holla pizza komið mér mjög oft til bjargar undanfarið þegar mig langar í eitthvað gott án þess að fá mega samviskubit! Hún er líka bara fáránlega góð!! Og fáránlega einföld!!

Auðvitað er hægt að útfæra þessa pizzu með hvaða áleggi sem er - en passið þó að velja sem hollast til þess að hún haldist holl ;)  ....sem sagt ekki fjall af pepperóní og rjómaosti hehe


Tortilla pizza


Whole wheat tortilla 
Lífræn tómatsósa frá Sollu
Pizzakrydd
17% ostur
Hollt álegg

Áleggin sem ég nota eru:
Kjúklingur
Sveppir
Paprika
Laukur
Ananas
Smá piparostur ef ég vil hafa hana aðeins meira gúrm
Ruccola, eftir að pizzan kemur út úr ofninum


Ofn hitaður í 180° og tortilla sett á bökunarpappír. Tómatsósa borin á og pizzakryddi dreift yfir sósuna. 17% ostur rifinn niður með rifjárni og smá osti dreift yfir sósuna. Því næst er álegginu raðað á og meiri osti dreift yfir að lokum. Bakast í ofni í um 15-20 mínútur, eða þar til osturinn er orðinn bráðinn og endarnir á tortillunni orðnir smá crispy. Mér finnst gott að stilla ofninn á grill síðustu mínúturnar en það er ekkert must.

Pizzan er svo sett á disk og ruccola dreift yfir að því loknu.




Mér finnst bestu tortillurnar vera frá Old El Paso sem fást til dæmis í Krónunni. Þær eru líka passlega stórar.

Ástæðan af hverju ég nota 17% ost en kaupi ekki tilbúinn rifinn ost í poka er til þess að halda fitumagninu sem minnstu og prótín hlutfallinu hærra.

Þessi pizza er miklu betri en þig grunar og slekkur alveg í pizzu cravei. Algjörlega nýtt uppáhald hjá mér!

Hvet alla til að prófa og njóta með góðri samvisku :)