Þegar fyrsti snjórinn er kominn og byrjað er að kólna og dimma vel úti þá er alltaf við hæfi að skella í smákökur! Þessar eru reyndar engar smákökur þar sem þær eru í stærri kantinum - en það er bara betra ;) Kærastinn minn er líka búinn að vera á fullu í jólaprófum svo það var ennþá meiri ástæða til þess að skella í smákökur. Ekkert betra en nýbakaðar smákökur með mjólkurglasi, kaffi eða kakói. Þessar hittu beint í mark og fá toppeinkunn!!
Alvöru súkkulaðibitakökur
220 gr smjör
2 egg
350 gr sykur
3 tsk vanillusykur
300 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
Örlítið salt
150 gr hvítt súkkulaði, saxað
150 gr dökkt súkkulaði, saxað
Hita ofninn 180°. Hræri saman smjör, egg, sykur og vanillusykur í nokkrar mínútur. Blanda því næst saman öllum þurrefnunum í skál og læt út í smjörblönduna - hræri saman í nokkrar mínútur. Blanda svo súkkulaðibitunum saman við deigið með sleif.
Mótið meðalstórar kúlur og raðið á plötu með góðu millibili (þar sem kökurnar stækka vel). Bakið í 10-15 mínútur - fer eftir stærð á kökum og ofnum hversu lengi þær þurfa að vera inni :)
Það er bæði gott og fallegt að bræða svolítið súkkulaði og dreifa yfir kökurnar áður en þær eru bornar fram :)
Hægt er að bæta við kókosmjöli eða jafnvel hnetum til þess að gera þessar enn meira djúsí.
Eigið góða helgi og njótið í botn xx
Engin ummæli:
Skrifa ummæli