Ég hef prófað þó nokkrar uppskriftir af brownies og var aldrei búin að finna uppskrift sem gaf mér brownies nákvæmlega eins og ég vil hafa þær - bakaðar að utan en mjúkar og fudgy að innan - ÞAR TIL NÚ!! Og hallelúja hvað þessar eru góðar...!! Allir voru sammála um að þetta voru bestu brownies sem þau höfðu smakkað svo ég gat ekki annað en deilt uppskriftinni með ykkur :)
Þetta eru kannski engar hollustu brownies - en svoooooo þess virði!! Nammmm...
Bestu brownies í heimi!
40 gr hveiti
60 gr kakó
350 gr sykur
100 gr pekanhnetur
200 gr saxað súkkulaði
250 gr brætt smjör
2 tsk vanilludropar
4 egg, slegin saman sér
Sigtið hveiti og kakó í skál og blandið sykri, hnetum og súkkulaði út í. Bræðið smjörið og hellið því út í þurrefnablönduna ásamt vanilludropum og eggjunum (eggin hrærð saman með gaffli áður en þeim er bætt við þurrefnablönduna). Hrærið saman með sleif.
Setjið bökunarpappír í meðalstórt form (sirka 30x20) og hellið deginu út í. Bakið við 180° í 45-50 mínútur. Kælið vel og skerið í bita.
Pekanhnetur eru yndislegar í brownie!! En ef nammigrísir vilja prófa sig áfram þá er vissulega hægt að setja margt annað í staðin fyrir pekanhneturnar...Til dæmis er skothelt að prófa: Hvítt súkkulaði - Oreo kexkökur - Valhnetur - Kókosmjöl - Mars súkkulaðistykki - Snickers súkkulaðistykki.
Það er sko alltaf hægt að finna tíma fyrir alvöru súkkulaði brownies...
Njótið í botn með vanilluís!! xx
Engin ummæli:
Skrifa ummæli