Já jæja....þetta er svo fáránlega gott og einfalt að ég varð að dreifa kærleikanum og deila "uppskriftinni" með ykkur. Mjög djúsí og gott með kaffinu eða í eftirrétt - OG HOLLT!!
Pönnusteiktir bananar
Þú þarft:
- Banana
- Kókosolíu
- Kanil
Ekki möst en gerir þetta enn þá meira djúsí - samt sem áður án samviskubits:
- Diablo hnetusúkkulaðismjörið (sem er sykurlaust Nutella)
- Kókosmjöl
Set sirka eina matskeið af kókosolíu á pönnu á frekar háum hita. Dreifi úr niðursneiddum banana (einn til tveir....ef ég geri einn þá sé ég oftast eftir því að hafa ekki gert tvo...!) á pönnuna og strái kanil eftir smekk yfir á báðar hliðar. Steiki í nokkrar mínútur á báðum hliðum þar til bananarnir eru byrjaðir að brúnast smá.
Mjööög gott eitt og sér - en þegar ég vil gera extra vel við mig þá dreifi ég líka kókosmjöli yfir bananabitana þegar þeir eru komnir á disk og borða með smá sykurlausu hnetusúkkulaðismjöri (Nutella) frá Diablo.
- Sykurlausa hnetusúkkulaðismjörið frá Diablo fæst til dæmis í Krónunni og Hagkaup -
Ég sleikti diskinn þegar ég var búin með skammtinn.......
Algjör snilld sem allir ættu að prófa :)
Njótið xx
Engin ummæli:
Skrifa ummæli