fimmtudagur, 29. október 2015

Prótein vaffla

Mega einföld, saðsöm og ótrúlega holl prótein vaffla! Frábær tilbreyting frá prótein pönnukökunum sem ég setti inn fyrst á bloggið, en uppskriftina af pönnukökunum má nálgast hér :)

Skelli oft í þessa vöfflu í morgunmat, eftir æfingu eða til að taka með sem millimál í nesti.

Súkkulaðiprótein vaffla

Fyrir einn - auðvelt að tvöfalda uppskriftina fyrir meira magn


1/2 banani
20 gr hafrar
1 egg
1 eggjahvíta
10 gr súkkulaðiprótein
1 tappi vanilludropar
1 tsk kanill
Nokkrir dropar súkkulaðistevía



Banani stappaður. 
Öllum hráefnum blandað saman í skál. 
Smá olíu eða fat-free cooking spreyi spreyjað á vöfflujárn og deiginu helt á vöfflujárnið.

Borið fram með ávöxtum, sykurlausu sírópi, sykurlausri sultu og/eða lífrænu hnetusmjöri.


Hugmyndir að meðlæti

Mér finnst vafflan mega góð með bláberjum, stevíu"sykri" og fullt af Walden farms sírópi! Sykurlaus sulta er líka í miklu uppáhaldi ofaná. Ef ég geri vöffluna sem helgar-treat þá klikkar ekki að setja sykurlausa hnetusúkkulaðismjörið frá Diablo - alveg eins og Nutella!!


Einnig góð með vanillupróteini

 
Einnig hægt að prófa sig áfram og bæta til dæmis bláberjum út í deigið áður en vafflan er bökuð. 

Eiginlega bara of gott til að vera hollt.....! Nammmm
Njóta með 100% góðri samvisku xx


mánudagur, 26. október 2015

Hollari "Nutella" smákökur

Já ég er ekki að ljúga - þessar "Nutella" smákökur innihalda nánast engan sykur og eru klikkað góðar OG einfaldar! Ég nota ekki Nutella í þær heldur Hnetusúkkulaðismjörið frá DIABLO! Það inniheldur engan viðbættan sykur og er aaaalveg eins á bragðið og Nutella!! Klárlega nýtt uppáhald hjá mér sem verður héðan í frá alltaf til á mínu heimili......namm




Hollari Nutella smákökur

Sirka 24 stykki


180 gr Diablo hnetusúkkulaðismjör
2 msk stevíu "sykur"
1 egg
1 tsk vanilludropar
1 dl fínt spelt
1 dl (sirka) saxað dökkt súkkulaði
Flögur af sjávarsalti

Diablo hnetusúkkulaðismjörið
ALVEG eins og Nutella - nema sykurlaust :)
Fæst meðal annars í Krónunni og Hagkaup.

Hræra Diablo súkkulaðismjörið, egg, vanilludropa og stevíu sykur saman í skál með sleif eða sleikju. Bæta speltinu út í ásamt saxaða súkkulaðinu og hræra því varlega saman við deigið.

Gott er að kæla deigið í smá stund ef súkkulaðismjörið var mjög mjúkt áður en deiginu er svo skipt niður með teskeiðum á bökunarplötu. Smá sjávarsalti, til dæmis Maldon, stráð yfir hverja köku.


Stevíu "sykurinn" sem ég hef áður fjallað um.
Kemur í staðin fyrir sykur - engar hitaeiningar - 100% náttúrulegt.
Algjör snilld sem ég nota í flest allar kökur sem innihalda sykur.
Fæst meðal annars í Bónus.

Kökurnar eru bakaðar við 180° í 7-9 mínútur.
Kökurnar eiga að vera mjúkar í miðjunni svo betra er að baka þær minna og leyfa þeim svo að kólna á grind.





NJÓTA!
 - jafnvel með ííísköldu mjólkurglasi eða ís ;)


föstudagur, 23. október 2015

Hollt bananabrauð

Bananarnir á heimilinu kölluðu á bananabrauð - og vá hvað ég var glöð!
Ég eeeelska þetta bananabrauð, en uppskriftina fékk ég fyrst frá Olgu Helenu þjálfaranum mínum, því það er jú hollusta all the way! Og próteinríkt! Og húsið ilmar!


Ef ég er ekki að bjóða upp á brauðið í kaffinu þá sker ég það oftast niður í sneiðar, set í poka og geymi inn í ísskáp. Ég nota það svo sem morgunmat þegar ég nenni ekki að elda hafragraut (já það kemur fyrir) eða sem millimál - algjör snilld til dæmis klukkutíma fyrir æfingu! Ef ég geri það um helgi þá endar það samt oftast á því að ég hakka margar sneiðar í mig.... Jafnvel með smjöri eða sultu ;)
Á virkum dögum borða ég það með engu - einstaka sinnum með ostsneið ef ég er í stuði fyrir það. Finnst ekki þörf á áleggi þar sem brauðið er bragðmikið og gott.



Bananabrauð

Hollt og próteinríkt


6 dl hafrar
3-4 þroskaðir bananar
1-2 egg
4-5 eggjahvítur
1 msk kanill
1 tsk lyftiduft
2 tappar vanilludropar
10-15 dropar stevía



Mér finnst best að blanda saman grófum og fínum höfrum.
Þar sem ég á alltaf bara grófa hafra heima hjá mér þá finnst mér best að nota 3 dl grófa hafra og setja svo hina 3 dl af höfrunum í matvinnsluvél/nutribullet svo þeir verði fínni.
Smekksatriði - ekkert möst :)


Öllu blandað saman í skál nema bönununum. Bananarnir stappaðir saman með gaffli og bætt út í skálina síðast. 


Bökunarpappír settur í botninn á brauðformi og spreyja nóg af fat free cooking spreyi á hliðarnar. Brauðið sett inn í ofn við 180° í 40-50 mínútur.


Ath. Stevía er bragðmikil svo það er best að prufa sig áfram.
Því meiri kanill - því brúnna verður brauðið ;)

Njóta með 100% góðri samvisku xx


mánudagur, 19. október 2015

Sykurlausir kókosbitar

BOUNTY LOVERS TAKIÐ EFTIR!!
Hér eru á ferðinni Sykurlausir - Einfaldir - Hollir kókosbitar sem er sko klárlega hægt að borða með góðri samvisku.

Sykurlausir kókosbitar


1 bolli kókosmjöl
1/2 bolli kókosolía
1-2 msk agave síróp eða lífrænt hunang
Nokkur korn sjávarsalt


Byrja á því að setja kókosolíuna í vökvaform. Ég set vanalega kókosolíuna í skál og skálina ofaní heitt vatn í vaskinum - þá bráðnar hún fljótt og örugglega :)
Blanda næst saman kókosmjöli, kókosolíunni og sírópinu í skál. Að lokum finnst mér gott að setja smá sjávarsalt en það er ekki möst.

Því næst móta ég bita eða dreifi úr blöndunni í form með bökunarpappír í botninum. Ég móta vanalega bita ef ég er að fara að bjóða uppá kókosbita fyrir gesti, en ef ég er að gera þetta bara fyrir heimilið þá er vissulega minna vesen að henda þessu bara í form og skera í mátulega bita eftir á. (Sjá mun á myndunum í færslunni!)
Set í frysti í 15 mínútur - á meðan súkkulaðið er útbúið.


Mótaðaðir bitar

Til að súkkulaðihúða bitana nota ég:

1 - 2 plötur sykurlaust súkkulaði 
(Mér finnst Balance stevíu-súkkulaðið best. Fæst í til dæmis í Krónunni og Hagkaup)

EÐA

Heimagert súkkulaði:
4 msk lífrænt kakóduft
4 msk kókosolía
1 msk lífrænt hunang

Set allt í skál ofan í vaskinn fullann af heitu vatni og hræri saman.



Tek bitana út úr fyrstinum og súkkulaðihúða þá. Ef ég nota heimagerða súkkulaðið finnst mér betra að setja tvær umferðir af súkkulaðinu - svo ég set tek bitana út úr frystinum, húða með súkkulaði, aftur inn í fyrsti í smá stund, húða aftur með súkkulaði og svo inn í fyrsti í minnsta kosti 10 mínútur áður en þeir eru borðaðir.

Ef blöndunni var dreift í form þá er súkkulaðinu dreift jafnt yfir og sett aftur inn í frysti í amk 10 mínútur áður en platan er tekin úr fyrstinum og skorin í jafna bita.



Allt í form og platan skorin í bita eftir á

Njóta með góðri samvisku! xx


laugardagur, 17. október 2015

Oreo sjeik

Frá því ég gerði þennan sjeik fyrst hefur hann verið gerður frekar oft á mínu heimili. Kærastinn minn ELSKAR hann - hann er meira að segja byrjaður að geta gert hann sjálfur þar sem uppskriftin er svo einföld ;)
Fullkominn til þess að fullkomna góðan kvöldmat - getur ekki klikkað!


OREO sjeik

Þessi uppskrift dugar fyrir einn svangan til tvo


4 - 5 dl súkkulaðiís
1 - 2 dl mjólk
4 - 8 Oreo kex

Allt í blandara!
ÆÐI að setja þeyttan rjóma on the top.


Magnið er eftir smekk... Sumir vilja hafa sjeikinn þykkari og þá mæli ég með minna af mjólk. Eins með Oreo kexið - því fleiri kex því meira crunch.

Must try!
Njótið í botn xx


fimmtudagur, 15. október 2015

Mangó lax

Ég átti lax - langaði ekki í of venjulegan lax en nennti ekki að fara út í eitthvað flókið (djúsí) dæmi. Þegar ég sá þessa uppskrift á netinu varð ég bara að prófa - sérstaklega því hún er svo einföld!
Sem meðlæti hafði ég steikt grænmeti og ferskt salat. Mjög hollt, fljótlegt og gott.

Lax með mango chutney


1 laxaflak
2-3 msk Mango Chutney
2-3 msk Sesamfræ
Salt og pipar

Laxinn settur í eldfastmót og kryddaður með salt og pipar. Mango chutney dreift jafnt yfir flakið og sesamfræjum stráð ofaná í lokinn. Laxinn settur inn í ofn við 180° í um 20 mínútur. 


Með laxinum skar ég grænmeti í strimla og steikti á pönnu. 
Grænmetið sem ég notaði í þetta skiptið var:
Sæt kartafla
Paprika
Laukur
Gulrætur



Gerist nú varla mikið einfaldara!
Njótið xx


mánudagur, 12. október 2015

Sykurlaust döðlugott

Ég rak augun í þessa uppskrift fyrr á þessu ári - og hef gert hana mjög oft síðan!! Mjög fljótlegt, einfalt, gott og hægt að borða með góðri samvisku!


Sykurlaust döðlugott


100-150 gr saxaðar döðlur
50-100 gr smjör/kókosolía
1-2 msk Sukrin gold
Næstum heill poki fitnesspopp
Dökkt súkkulaði



Döðlur, smjör eða kókosolía og sukrin gold hitað í potti þar til það fer að bubbla. Reyni að mauka döðlurnar vel með skeið í hitanum. Mylja/Kremja poppið gróflega ofan í blönduna og hræra vel saman. Þjappa í form með bökunarpappír neðst.

Bræða dökkt eða sykurlaust súkkulaði yfir vatnsbaði og þekja yfir döðlublönduna. Mér finnst best að nota stevíu súkkulaðið frá Balance sem fæst t.d. í Krónunni, Nettó og Hagkaup! 2 plötur! 

Inn í fyrsti í allavegana 30 mínútur. Áður en skorið er í mátulega stóra bita er best að taka döðlugottið úr frystinum og leyfa því að standa í 10-20 mín svo það sé ekki alveg frosið í gegn. Hnífurinn fer þá betur í gegn og bitarnir verða betur mótaðir ;)

Sukrin gold er náttúruleg sæta og kemur í stað púðursykurs.
Inniheldur t.d. 8 kcal í 100 gr, 1 gr af kolvetnum í 100 gr, 0 gr af fitu í 100 gr.

Fæst meðal annars í Krónunni, Nettó og Hagkaup.

Mæli með að þið prófið! xx


föstudagur, 9. október 2015

Pestó kjúlli

Hver hefði trúað að eitthvað svona fáránlega einfalt gæti breyst í sannkallaða veislu fyrir bragðlaukana. Tekur u.þ.b. 5 mín að preppa hann áður en honum er skellt inn í ofn. NAMM!

Klárlega orðinn einn af mínum uppáhalds kjúklingaréttum. Tilvalinn á köldu föstudagskvöldi eftir langa vinnuviku þegar maður nennir ekki að elda eitthvað flókið en langar samt í eitthvað mega djúsí.

Þessi uppskrift er fyrir 4 en auðvelt er að stækka og minnka hana eftir aðstæðum.

Kjúklingur með pestó, fetaosti og döðlum

Fyrir 4


4 kjúklingabringur
Ca. 1 krukka rautt pestó
Ca. 1 krukka fetaostur
Saxaðar döðlur eftir smekk

(Ef það er til rifinn ostur inn í ísskáp þá er mjög gott að dreifa smá yfir - ekkert möst en gerir kjúllann enn meira djúsí)


Kjúklingurinn skorinn í bita og settur í eldfastmót. Pestói, fetaosti og döðlum dreift yfir (og rifnum osti stráð yfir í lokinn ef ostur er líka notaður). Sett inn í ofn á 180° í 30-35 mínútur.



Verðið ekki svikin af þessum rétti! EASY PEASY! 
Njótið í botn xx


miðvikudagur, 7. október 2015

Sykurlaust hnetunammi

Þar sem meistaramánuður er byrjaður var ég búin að lofa að setja inn allskonar SYKURLAUSAR gúrme uppskriftir sem ég hef prófað. Eins og áður nenni ég ekki miklum vesenis uppskriftum svo hér kemur ein ofureinföld og dúndurgóð. Algjör snilld þegar sykurpúkinn læðist að manni að fá sér einn (eða tvo...). Um helgi er þetta líka frábær hollari kostur í nammigúffi - laus við allan hvítan sykur :)


Hnetunammi


140 gr lífrænt gróft hnetusmjör
30 gr smjör
60 gr möndlur
60 gr salthnetur
1 msk stevíu "sykur" (má sleppa)
5-10 dropar stevía
1 tappi vanilludropar

Mala hneturnar og möndlurnar gróflega. Hnetusmjör og smjör hitað í potti og sætunni bætt út í. Blandið því næstu hnetunum saman við. Hellið öllu úr pottinum í bökunarpappírsklætt form og dreifið vel. Setjið inn í fyrsti meðan súkkulaðið er undirbúið.


Þetta kalla ég stevíu "sykur".
Ég nota þetta mikið í bakstur og á alltaf svona poka inn í skáp.
Engar hitaeiningar, virkar fyrir sykursjúka og er 100% náttúrulegt - allgjör snilld!
Fæst meðal annars í Bónus.


Hægt er að búa til sitt eigið sykurlaust súkkulaði - en kýs allt sem er einfaldara! Ég kaupi því alltaf tilbúið sykurlaust súkkulaði úti í búð sem bragðast mjög vel. Það heitir Balance og fæst meðal annars í Krónunni og Hagkaup. 



Bræði 1-2 dökkar Balance stevíu-súkkulaðiplötur yfir vatnsbaði, tek hnetublönduna úr frystinum, dreifi súkkulaðinu vel yfir og set formið aftur inn í frysti í sirka 30 mín áður en ég sker niður í hæfilega bita. Geymist best í fyrsti og mér finnst best að borða bitana kalda, beint úr frystinum.



Einföld sykurlaus snilld! Hvet ykkur til þess að prófa! 
Njótið xx

sunnudagur, 4. október 2015

Hollir hafraklattar

Ég elskaaaaaa haframjöl - án djóks!! Vakna spennt á morgnanna til þess að borða hafragrautinn minn hehe.... Það er líka hægt að leika sér með haframjöl í bakstri og mesta snilldin er auðvitað að hafrar eru mjööög hollir ;)

Hafraklattar sem eru keyptir út í búð geta verið mjög hitaeiningaríkir og innihaldið mikinn sykur. Ég hef því frekar bakað hafraklatta og líka bara algjör snilld að geta átt lager inn í ísskáp. 

Heimatilbúnir hafraklattar eru frábærir til að kippa með sér í nesti fyrir langan dag og eru sérstaklega góðir í magann sirka klukkustund fyrir æfingu!


Hollir hafraklattar

Skiptist í 4-6 bita


2 bananar
2 egg
130 gr hafrar
50-70 gr rúsínur
Nóg af kanil
1-2 msk kókos (má sleppa)

Stappa banananna (betra ef þeir eru frekar þroskaðir) með gaffli, eggjum bætt við og hrært vel með gafflinum. Hræra höfrunum við blönduna og síðast rúsínunum og kókosmjölinu. Svo er það kanillinn! Nóg af honum fyrir kanil-lovera þarna úti eins og mig!
Sett á bökunarpappír í eldfastmót, mótið þannig að þykktin sé mátuleg og inn í ofn í 15-20 mín við 180°.
Tek úr ofninum og læt standa í smá stund áður en ég skipti í 4-6 jafna bita.

Tekur enga stund að skella í þessa!
30 mín max MEÐ bökunartímanum ;)

Hægt er að nota bæði grófa og fína hafra. Mér finnst betra að nota grófa hafra (guli pakkinn frá Sol gryn) en það er líka gott að blanda saman grófum og fínum höfrum. Þið finnið bara hvað passar ykkar smekk.

Ég baka þessa uppskrift oftast á sunnudegi til að preppa vikuna. Þeir geymast vel í plastpoka inn í ísskáp, en ef ég baka nokkrar uppskriftir í einu til að eiga meira þá geymi ég restina í lokuðu íláti inn í frysti.

Þessi uppskrift er ákveðinn grunnur og fullkomin fyrir þá sem hugsa um hollustuna - á virkum dögum ;)
Gaman er að leika sér áfram með hana og gera hana meira deluxe fyrir helgarnar! Þá er hægt að bæta við til dæmis súkkulaðibitum, meira af kókos, hvítu toblerone (namm!), hnetum, hnetusmjöri, trönuberjum, döðlum, kornflexi og svo framvegis... :)

Fyrir þá sem eru að æfa extra mikið er líka hægt að nota eggjahvítur og jafnvel bæta próteindufti út í.

Gerist ekki einfaldara!!
Gangi ykkur vel! xx