föstudagur, 11. desember 2015

Lúxus döðlugott

Döðlugott finnst mér alveg ómissandi þegar ég vil bjóða upp á eitthvað sætt og gott - og ég skal segja ykkur það að þetta lúxus döðlugott er game changer!! Ég fann þessa uppskrift fyrir um það bil ári og það má segja að það hafi gert það að verkum að ég byrjaði að elska döðlugott... Algjört nammiiiiii...nammmm

Ég bauð upp á þetta döðlugott í afmælinu mínu og kommentin sem ég fékk voru endalaust jákvæð!! Held að uppáhalds kommentið mitt hafi verið að þetta væri betra döðlugott en amma gerði hahah :)


Lúxus döðlugott

Besta sem ég hef smakkað!


500-600 gr saxaðar döðlur
250 gr smjör
120 gr púðursykur
5-6 bollar Rice Krispies
3 venjuleg Mars stykki
2 stór Milky Way stykki
400 gr suðusúkkulaði



Saxaðar döðlur, smjör og púðursykur brætt saman í stórum potti við vægan hita. Þegar blandan er orðin eins og karamella þá er söxuðu Mars og söxuðu Milky Way bætt út í pottinn og leyft að bráðna "gróflega" við karamelluna. Potturinn tekinn af hellunni og bæti Rice Krispies út í, í nokkrum pörtum.

Þegar allt er blandað vel saman við Rice Krispies-ið þá er bökunarpappír settur í form og dreift úr blöndunni í formið.
Suðusúkkulaði er brætt yfir vatnsbaði og dreift jafnt yfir döðlublönduna.
Forminu skellt inn í fyrsti þangað til súkkulaðið er orðið hart.

Að lokum er döðlugottið tekið út úr frystinum og skorið í mátulega stóra bita.

Geymist best í frysti eða ísskáp (ef það verður afgangur...)

Mér finnst þessi uppskrift algjört möst á veisluborðið!!

Þeir sem eru meira í hollustunni þá hefur sykurlausa döðlugottið vakið mikla lukku hjá öllum sem hafa prófað, en uppskriftina af því má finna HÉR

En ég mæli KLÁRLEGA með því að skella í smá lúxus samhliða hefðbundna jólabakstrinum - sjáið alls ekki eftir því!

Njótið vel xx

föstudagur, 27. nóvember 2015

Fullkomnar brownies!!

Ég hef prófað þó nokkrar uppskriftir af brownies og var aldrei búin að finna uppskrift sem gaf mér brownies nákvæmlega eins og ég vil hafa þær - bakaðar að utan en mjúkar og fudgy að innan - ÞAR TIL NÚ!! Og hallelúja hvað þessar eru góðar...!! Allir voru sammála um að þetta voru bestu brownies sem þau höfðu smakkað svo ég gat ekki annað en deilt uppskriftinni með ykkur :)
Þetta eru kannski engar hollustu brownies - en svoooooo þess virði!! Nammmm...


Bestu brownies í heimi!


40 gr hveiti
60 gr kakó
350 gr sykur
100 gr pekanhnetur
200 gr saxað súkkulaði
250 gr brætt smjör
2 tsk vanilludropar
4 egg, slegin saman sér


Sigtið hveiti og kakó í skál og blandið sykri, hnetum og súkkulaði út í. Bræðið smjörið og hellið því út í þurrefnablönduna ásamt vanilludropum og eggjunum (eggin hrærð saman með gaffli áður en þeim er bætt við þurrefnablönduna). Hrærið saman með sleif. 

Setjið bökunarpappír í meðalstórt form (sirka 30x20) og hellið deginu út í. Bakið við 180° í 45-50 mínútur. Kælið vel og skerið í bita.



Pekanhnetur eru yndislegar í brownie!! En ef nammigrísir vilja prófa sig áfram þá er vissulega hægt að setja margt annað í staðin fyrir pekanhneturnar...Til dæmis er skothelt að prófa: Hvítt súkkulaði - Oreo kexkökur - Valhnetur - Kókosmjöl - Mars súkkulaðistykki - Snickers súkkulaðistykki.


Það er sko alltaf hægt að finna tíma fyrir alvöru súkkulaði brownies...
Njótið í botn með vanilluís!! xx


fimmtudagur, 19. nóvember 2015

Alvöru súkkulaðibitakökur

Þegar fyrsti snjórinn er kominn og byrjað er að kólna og dimma vel úti þá er alltaf við hæfi að skella í smákökur! Þessar eru reyndar engar smákökur þar sem þær eru í stærri kantinum - en það er bara betra ;) Kærastinn minn er líka búinn að vera á fullu í jólaprófum svo það var ennþá meiri ástæða til þess að skella í smákökur. Ekkert betra en nýbakaðar smákökur með mjólkurglasi, kaffi eða kakói. Þessar hittu beint í mark og fá toppeinkunn!!


Alvöru súkkulaðibitakökur




220 gr smjör
2 egg
350 gr sykur
3 tsk vanillusykur
300 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
Örlítið salt
150 gr hvítt súkkulaði, saxað
150 gr dökkt súkkulaði, saxað



Hita ofninn 180°. Hræri saman smjör, egg, sykur og vanillusykur í nokkrar mínútur. Blanda því næst saman öllum þurrefnunum í skál og læt út í smjörblönduna - hræri saman í nokkrar mínútur. Blanda svo súkkulaðibitunum saman við deigið með sleif.



Mótið meðalstórar kúlur og raðið á plötu með góðu millibili (þar sem kökurnar stækka vel). Bakið í 10-15 mínútur - fer eftir stærð á kökum og ofnum hversu lengi þær þurfa að vera inni :)



Í þetta skipti bakaði ég 30 stykki og setti restina af deiginu í plastfilmu og inn í fyrsti. Þegar ég á svo von á gestum - eða ef mig langar í eitthvað nýbakað með kaffinu - þá kippi ég bara deiginu út úr fyrstinum, sker í litla bita og skelli inn í ofn. 
Algjör snilld!!!


Það er bæði gott og fallegt að bræða svolítið súkkulaði og dreifa yfir kökurnar áður en þær eru bornar fram :)




Hægt er að bæta við kókosmjöli eða jafnvel hnetum til þess að gera þessar enn meira djúsí.

Eigið góða helgi og njótið í botn xx


föstudagur, 13. nóvember 2015

Berjabomba

Það hafa eflaust margir gert sína útgáfu af þessum bombu eftirrétti, en hér kemur aðferðin sem ég nota alltaf. Rétturinn er mjög fljótlegur í undirbúningi svo hann er algjör snilld þegar skyndilega gesti ber að garði - eða þegar þú hefur engan tíma fyrir kökustúss. Getur ekki klikkað og allir borða hann með bestu lyst!



Berjabomba


1 pakki kókosbollur
1 marengsbotn
500 ml rjómi
1 lítill Nóa Kropp poki
Ber að eigin vali


Ég kaupi tilbúinn marengsbotn í Bónus - einfalt og fljótlegt ;)

Byrja á því að skera hverja kókosbollu í 4 bita og raða þeim í eldfast mót. 


Næst þeyti ég rjóma og brýt svo niður næstum heilan marengsbotn og blanda út í rjómann. Næstum heill poki af Nóa kroppi er svo hrært saman við rjómablönduna. 


Rjómablandan er því næst sett yfir kókosbollurnar í eldfasta mótinu. Nóg af berjum dreift yfir rjómann að lokum.



Ég notaði jarðaber, bláber, rauð vínber og græn vínber. Einnig er gott að nota hindber, brómber og blæjuber svo dæmi sé tekið - en blæjuberin gefa mjög fallegan lit. 
Ég nota oftast meira af berjum en sést á þessum myndum (því ég elska ber) en ég átti því miður ekki nógu mikið af fallegum berjum í þetta skiptið...


Ef þið gerið réttinn fyrr en þið ætlið að bera hann fram þá mæli ég með því að setja berin yfir rjómann bara rétt áður en rétturinn á að vera borinn fram.


Einnig er gott að bræða súkkulaði og dreifa yfir berin að lokum - skella svo réttinum inn í ísskáp svo súkkulaðið harðni. Mér finnst Nóa kroppið oftast nóg en ef þið eruð í stuði fyrir meira súkkulaði þá mæli ég klárlega með smá punkti yfir i-ið :)


Mega fljótlegur og gúrme eftirréttur sem ég hvet ykkur til að prófa við fyrsta tækifæri!
Njótið xx


miðvikudagur, 11. nóvember 2015

Pönnusteiktir bananar

Já jæja....þetta er svo fáránlega gott og einfalt að ég varð að dreifa kærleikanum og deila "uppskriftinni" með ykkur. Mjög djúsí og gott með kaffinu eða í eftirrétt - OG HOLLT!!

Pönnusteiktir bananar




Þú þarft:
  • Banana
  • Kókosolíu
  • Kanil


Ekki möst en gerir þetta enn þá meira djúsí - samt sem áður án samviskubits:
  • Diablo hnetusúkkulaðismjörið (sem er sykurlaust Nutella)
  • Kókosmjöl


Set sirka eina matskeið af kókosolíu á pönnu á frekar háum hita. Dreifi úr niðursneiddum banana (einn til tveir....ef ég geri einn þá sé ég oftast eftir því að hafa ekki gert tvo...!) á pönnuna og strái kanil eftir smekk yfir á báðar hliðar. Steiki í nokkrar mínútur á báðum hliðum þar til bananarnir eru byrjaðir að brúnast smá.


Mjööög gott eitt og sér - en þegar ég vil gera extra vel við mig þá dreifi ég líka kókosmjöli yfir bananabitana þegar þeir eru komnir á disk og borða með smá sykurlausu hnetusúkkulaðismjöri (Nutella) frá Diablo.

- Sykurlausa hnetusúkkulaðismjörið frá Diablo fæst til dæmis í Krónunni og Hagkaup -


Ég sleikti diskinn þegar ég var búin með skammtinn....... 
Algjör snilld sem allir ættu að prófa :)

Njótið xx


föstudagur, 6. nóvember 2015

Fylltar sætar kartöflur

Hollur og dúndur góður réttur - sérstaklega fyrir þá sem elska sætar kartöflur eins og ég! Skemmtileg tilbreyting frá venjulegum "kjúlla og sætum". 

Auðvelt er að leika sér með fyllinguna - Til dæmis er sniðugt að prófa að nota nýrnabaunir í staðin fyrir gular baunir og bæta við sveppum eða öðru grænmeti.

Einnig er mjög gott að setja smá saxaðar döðlur út í fyllinguna.



Fyllt sæt kartafla

Fyrir tvo



1 stór sæt kartafla
1/2 rauðlaukur
1/2 paprika
1/2 dós gular baunir
1 stór kjúklingabringa
Fetaostur
Rifinn ostur
Salt og pipar




Sæta kartaflan skoluð og skorin í tvennt. Sett í pott og soðin/gufusoðin í 20-30 mínútur. Þegar kartaflan er orðin frekar mjúk er álpappír settur undir og skafað innan úr henni (það sem er skafað innan úr er notað í fyllinguna) - passa að skilja smá kartöflu eftir í köntunum svo hægt sé að fylla hana. 

Bátunum komið fyrir í eldföstu móti, nokkrum bitum af fetaosti ásamt olíunni smurt í botninn og saltað og piprað. Mótið sett inn í ofn við 200 gráður í nokkrar mínútur meðan fyllingin er undirbúin.


Laukurinn og paprikan skorin í litla bita og steikt á pönnu upp úr olíu. Gulu baununum bætt við á pönnuna og leyft að brúnast smá. Kjúklingabringa einnig skorin í litla bita og steikt á pönnu upp úr olíu og kryddi. 

Þegar allt er orðið eldað er blandað saman grænmetinu, kjúklingabitunum, stöppuðu sætu kartöflunni (það sem var tekið úr til þess að búa til báta) ásamt nokkrum bitum af fetaosti í skál.



Bátarnir teknir úr ofninum og fyllingunni skóflað upp í. Rifnum osti stráð yfir og mótið sett aftur inn í ofn í um 10 mínútur, eða þar til osturinn er bráðnaður.



Gott að bera fram með fersku salati og sósu.





Stundum geri ég extra mikið af fyllingu svo hún kemst ekki öll fyrir í bátunum, en þá er um að gera að setja restina í eldfastamótið og smá ost yfir það líka og borða svo með fylltu kartöflunni eins og sést á myndunum hérna fyrir ofan :)

Fáránlega gott! 
Njótið!


sunnudagur, 1. nóvember 2015

Heitur eplaréttur með karamellusósu

Gleðilegan nóvember!!
Þessi réttur á svo sannarlega vel við á köldum vetrarkvöldum og er alltaf jafn góður! Ég hef gert hann aftur og aftur og mun örugglega halda því áfram út alla ævina. Must að eiga einn svona góðan og einfaldan köku-rétt í pokahorninu þegar vinkonurnar eru á leiðinni í heimsókn, spilakvöld er í vændum nú eða bara þegar ykkur langar í eitthvað sætt.


Eplaréttur

Með súkkulaði og salthnetum


5-6 græn epli
3 msk sykur
3 tsk kanill
1 tsk vanilludropar
60-80 gr saxað súkkulaði / saxað pipp súkkulaði með karamellu

80 gr smjör
80 gr hveiti
80 gr sykur
50 gr hafrar
Salthnetur

Takið hýði og kjarna af eplunum og skerið í litla bita. Setjið eplabitana í skál og blandið sykri, kanil og vanilludropum við eplin. Því næst eru eplabitarnir settir í eldfast mót og söxuðu súkkulaði dreift yfir.


Blandið smjöri, hveiti, sykri og haframjöli saman í skál með höndunum svo úr verði einskonar deig. Deiginu er svo dreift yfir eplin og salthnetur settar yfir í lokin eftir smekk.
Inn í ofn við 180°C í um 35-40 mínútur.

Hugmyndir:

  • Hægt að sleppa saxaða súkkulaðinu og setja súkkulaðirúsínur í staðin
  • Hægt að nota saxaðar pekanhnetur í staðin fyrir salthnetur

Á meðan rétturinn er í ofninum er gott að gera karamellusósu til að bera fram með réttinum. Annars mæli ég líka með GOTT karamellusósunni sem fæst í Hagkaup.



Karamellusósa
- Sama sósa og ég nota á Rice krispies kökuna -
1 poki Góu karamellukúlur
1/2 dl rjómi


Bræða kúlurnar og rjóman saman í potti við vægan hita.
ATH. ef þið viljið hafa sósuna aðeins þynnri bætið þá við meiri rjóma!



Njóta með vanilluís og karamellusósunni..... nammm!!


fimmtudagur, 29. október 2015

Prótein vaffla

Mega einföld, saðsöm og ótrúlega holl prótein vaffla! Frábær tilbreyting frá prótein pönnukökunum sem ég setti inn fyrst á bloggið, en uppskriftina af pönnukökunum má nálgast hér :)

Skelli oft í þessa vöfflu í morgunmat, eftir æfingu eða til að taka með sem millimál í nesti.

Súkkulaðiprótein vaffla

Fyrir einn - auðvelt að tvöfalda uppskriftina fyrir meira magn


1/2 banani
20 gr hafrar
1 egg
1 eggjahvíta
10 gr súkkulaðiprótein
1 tappi vanilludropar
1 tsk kanill
Nokkrir dropar súkkulaðistevía



Banani stappaður. 
Öllum hráefnum blandað saman í skál. 
Smá olíu eða fat-free cooking spreyi spreyjað á vöfflujárn og deiginu helt á vöfflujárnið.

Borið fram með ávöxtum, sykurlausu sírópi, sykurlausri sultu og/eða lífrænu hnetusmjöri.


Hugmyndir að meðlæti

Mér finnst vafflan mega góð með bláberjum, stevíu"sykri" og fullt af Walden farms sírópi! Sykurlaus sulta er líka í miklu uppáhaldi ofaná. Ef ég geri vöffluna sem helgar-treat þá klikkar ekki að setja sykurlausa hnetusúkkulaðismjörið frá Diablo - alveg eins og Nutella!!


Einnig góð með vanillupróteini

 
Einnig hægt að prófa sig áfram og bæta til dæmis bláberjum út í deigið áður en vafflan er bökuð. 

Eiginlega bara of gott til að vera hollt.....! Nammmm
Njóta með 100% góðri samvisku xx


mánudagur, 26. október 2015

Hollari "Nutella" smákökur

Já ég er ekki að ljúga - þessar "Nutella" smákökur innihalda nánast engan sykur og eru klikkað góðar OG einfaldar! Ég nota ekki Nutella í þær heldur Hnetusúkkulaðismjörið frá DIABLO! Það inniheldur engan viðbættan sykur og er aaaalveg eins á bragðið og Nutella!! Klárlega nýtt uppáhald hjá mér sem verður héðan í frá alltaf til á mínu heimili......namm




Hollari Nutella smákökur

Sirka 24 stykki


180 gr Diablo hnetusúkkulaðismjör
2 msk stevíu "sykur"
1 egg
1 tsk vanilludropar
1 dl fínt spelt
1 dl (sirka) saxað dökkt súkkulaði
Flögur af sjávarsalti

Diablo hnetusúkkulaðismjörið
ALVEG eins og Nutella - nema sykurlaust :)
Fæst meðal annars í Krónunni og Hagkaup.

Hræra Diablo súkkulaðismjörið, egg, vanilludropa og stevíu sykur saman í skál með sleif eða sleikju. Bæta speltinu út í ásamt saxaða súkkulaðinu og hræra því varlega saman við deigið.

Gott er að kæla deigið í smá stund ef súkkulaðismjörið var mjög mjúkt áður en deiginu er svo skipt niður með teskeiðum á bökunarplötu. Smá sjávarsalti, til dæmis Maldon, stráð yfir hverja köku.


Stevíu "sykurinn" sem ég hef áður fjallað um.
Kemur í staðin fyrir sykur - engar hitaeiningar - 100% náttúrulegt.
Algjör snilld sem ég nota í flest allar kökur sem innihalda sykur.
Fæst meðal annars í Bónus.

Kökurnar eru bakaðar við 180° í 7-9 mínútur.
Kökurnar eiga að vera mjúkar í miðjunni svo betra er að baka þær minna og leyfa þeim svo að kólna á grind.





NJÓTA!
 - jafnvel með ííísköldu mjólkurglasi eða ís ;)


föstudagur, 23. október 2015

Hollt bananabrauð

Bananarnir á heimilinu kölluðu á bananabrauð - og vá hvað ég var glöð!
Ég eeeelska þetta bananabrauð, en uppskriftina fékk ég fyrst frá Olgu Helenu þjálfaranum mínum, því það er jú hollusta all the way! Og próteinríkt! Og húsið ilmar!


Ef ég er ekki að bjóða upp á brauðið í kaffinu þá sker ég það oftast niður í sneiðar, set í poka og geymi inn í ísskáp. Ég nota það svo sem morgunmat þegar ég nenni ekki að elda hafragraut (já það kemur fyrir) eða sem millimál - algjör snilld til dæmis klukkutíma fyrir æfingu! Ef ég geri það um helgi þá endar það samt oftast á því að ég hakka margar sneiðar í mig.... Jafnvel með smjöri eða sultu ;)
Á virkum dögum borða ég það með engu - einstaka sinnum með ostsneið ef ég er í stuði fyrir það. Finnst ekki þörf á áleggi þar sem brauðið er bragðmikið og gott.



Bananabrauð

Hollt og próteinríkt


6 dl hafrar
3-4 þroskaðir bananar
1-2 egg
4-5 eggjahvítur
1 msk kanill
1 tsk lyftiduft
2 tappar vanilludropar
10-15 dropar stevía



Mér finnst best að blanda saman grófum og fínum höfrum.
Þar sem ég á alltaf bara grófa hafra heima hjá mér þá finnst mér best að nota 3 dl grófa hafra og setja svo hina 3 dl af höfrunum í matvinnsluvél/nutribullet svo þeir verði fínni.
Smekksatriði - ekkert möst :)


Öllu blandað saman í skál nema bönununum. Bananarnir stappaðir saman með gaffli og bætt út í skálina síðast. 


Bökunarpappír settur í botninn á brauðformi og spreyja nóg af fat free cooking spreyi á hliðarnar. Brauðið sett inn í ofn við 180° í 40-50 mínútur.


Ath. Stevía er bragðmikil svo það er best að prufa sig áfram.
Því meiri kanill - því brúnna verður brauðið ;)

Njóta með 100% góðri samvisku xx


mánudagur, 19. október 2015

Sykurlausir kókosbitar

BOUNTY LOVERS TAKIÐ EFTIR!!
Hér eru á ferðinni Sykurlausir - Einfaldir - Hollir kókosbitar sem er sko klárlega hægt að borða með góðri samvisku.

Sykurlausir kókosbitar


1 bolli kókosmjöl
1/2 bolli kókosolía
1-2 msk agave síróp eða lífrænt hunang
Nokkur korn sjávarsalt


Byrja á því að setja kókosolíuna í vökvaform. Ég set vanalega kókosolíuna í skál og skálina ofaní heitt vatn í vaskinum - þá bráðnar hún fljótt og örugglega :)
Blanda næst saman kókosmjöli, kókosolíunni og sírópinu í skál. Að lokum finnst mér gott að setja smá sjávarsalt en það er ekki möst.

Því næst móta ég bita eða dreifi úr blöndunni í form með bökunarpappír í botninum. Ég móta vanalega bita ef ég er að fara að bjóða uppá kókosbita fyrir gesti, en ef ég er að gera þetta bara fyrir heimilið þá er vissulega minna vesen að henda þessu bara í form og skera í mátulega bita eftir á. (Sjá mun á myndunum í færslunni!)
Set í frysti í 15 mínútur - á meðan súkkulaðið er útbúið.


Mótaðaðir bitar

Til að súkkulaðihúða bitana nota ég:

1 - 2 plötur sykurlaust súkkulaði 
(Mér finnst Balance stevíu-súkkulaðið best. Fæst í til dæmis í Krónunni og Hagkaup)

EÐA

Heimagert súkkulaði:
4 msk lífrænt kakóduft
4 msk kókosolía
1 msk lífrænt hunang

Set allt í skál ofan í vaskinn fullann af heitu vatni og hræri saman.



Tek bitana út úr fyrstinum og súkkulaðihúða þá. Ef ég nota heimagerða súkkulaðið finnst mér betra að setja tvær umferðir af súkkulaðinu - svo ég set tek bitana út úr frystinum, húða með súkkulaði, aftur inn í fyrsti í smá stund, húða aftur með súkkulaði og svo inn í fyrsti í minnsta kosti 10 mínútur áður en þeir eru borðaðir.

Ef blöndunni var dreift í form þá er súkkulaðinu dreift jafnt yfir og sett aftur inn í frysti í amk 10 mínútur áður en platan er tekin úr fyrstinum og skorin í jafna bita.



Allt í form og platan skorin í bita eftir á

Njóta með góðri samvisku! xx